Dalland ræktunarbú

Jörðin Dalland í Mosfellsbæ liggur í um 15 km fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Árið 1975 fluttu þau Gunnar B.Dungal og Þórdís Alda Sigurðardóttir að Dallandi og hafa allt frá árinu 1977 stundað þar hrossarækt, trjárækt og uppgræðslu lands. Hrossaræktin fór hægt af stað, eða úr einu til tveimur fæddum folöldum á ári, í um 15-17 (2011 ).

Dalland auk nærliggjandi Búrfellslands, sem tilheyrir búinu, telur um 400 hektara lands og hefur mikil uppgræðsla átt sér stað á þessum jörðum um árabil. Margar tegundir trjáa hafa verið gróðursettar í tugþúsundatali um landareignina, bæði til skjóls og yndisauka. Jörðin er fjölbreytileg, allt frá fellshlíðum og þýfðum mýrum niður í gróin beitarhólf sem eru víða umlukin trjábeltum . Má segja að jörðin sé tilvalin fyrir hrossabú t.d. auðvelt að nágast þjálfunarhross í beitarhólfum og margar rekstrarleiðir að finna.

Lýsa frá Efri Rotum undir Eyjafjöllum og Vaka frá Dýrfinnustöðum í Skagafirði voru fyrstu aðkeyptu hryssurnar sem notaðar voru til undaneldis. Margar af þeim hryssum sem nú eru í Dallandsræktuninni eru út frá þessum tveimur hryssum, langflestar þó út frá ættmóðurinni Lýsu. Hún eignaðist tvær hryssur sem hafa skilað mörgum hrossum inn í hrossaræktina. Þetta eru þær Kráka og Dúkkulísa og voru þær báðar afar farsælar ræktunarhryssur . Dúkkulísa fékk heiðursverðlaun fyrir afkvæmi sín á LM. árið 2006. Kráka átti Kötlu sem hefur m.a. eignast nokkrar fyrstu verðlauna hryssur; Eldborgu, Klöpp, Orku og Fjöður, nokkrar þeirra eru nú ræktunarhryssur í Dallandi. Snemma var einnig keypt Gróska frá Sveini Guðmundsyni á Sauðárkróki móðir Gnóttar frá Dallandi sem lengi hefur verið notuð í ræktuninni. Dóttir Gnóttar er Huginsdóttirin Gróska frá Dallandi a.e. 8.20, sem nú tekur við af móður sinni sem ræktunarhryssa. Rjóð frá Sigurjóni Jónassyni, Syðra Skörðugili áttum við um tíma en út frá henni er 1.v. hryssan Fljóð frá Dallandi sem er móðir Jófríðar og Foldu ( báðar 1. v hryssur.) Folda er komin í ræktunarhryssnahópinn núna . Von frá Skarði var lengi notuð í ræktuninni ( móðir Vonanda frá Dallandi og fl. góðra hrossa) og Katarína og Una frá Kirkjubæjarbúinu sem keyptar voru á tamningaraldri eru í folaldseignum. Hátíð frá Dallandi er undan Sýslu frá Dallandi og Kveik frá Miðsitju. Sýsla var í eigu hjónanna Bjargar Ríkharðsdóttur og Péturs Þorsteinssonar sem áður bjuggu í Dallandi. Undan Hátíð eru 1. verðlauna stóðhestarnir Hvatur frá Dallandi ( Þóroddssonur) 8.40 a.e. og Hákon frá Dallandi , Álfssonur. 8.01 a.e.

Árið 2013 er önnur og þriðja kynslóð Dallandshryssna í folaldseignum en af  eldri ræktunarhryssum eru nú fallnar frá þær; Lýsa, Gróska, Vaka, Dagrún, Stór- Stjarna, Lukka, Gerpla, Harpa, Kórund, Kúnígúnd, Dúkkulísa, Kráka og Hugmynd.

 

Nokku atriði um árangur Dallandshrossa  .

Frá Dallandi hafa komið 25 fyrstu verðlaunahross. ( frá upphafi - 2013) Auk þess voru 4 hryssur keyptar, þær Von ( keypt sem folald), Lýsa, Katarína og Una ( allar tamdar í Dal) sem einnig fóru í fyrstu verðlaun. Af þessum 25 eru nokkur hross frá Dallandi sem fóru í 1. verðlaun erlendis svo sem hryssurnar Gullborg,( Svíþjóð ) Eldborg ( Austurríki) og Jófríður og stóðhesturinn Gumi bæði staðsett í Svíþjóð. Gumi var hæst dæmdi fjórgangsstóðhestur í Svíþjóð árið 2010 með a.e. 8.31. Eigandi hans er Anne Fornstedt. Jófríður frá Dallandi, fjórgangshryssa , eigandi Susanne Myhre, var hæst dæmda 6. vetra hryssan í Svíþjóð árið 2013, með 8.37 í a.e. Jófríður var um tíma, árið 2012, hæst dæmda 5 vetra ísl. hryssa í heimi fékk þá 8.39. Dúkkulísa frá Dallandi hlaut heiðursverðlaun á Landsmóti hestamanna árið 2006. Hennar afkomendur í ræktuninni eru Orradóttirin Hetja, Huginsdóttirin Hríma, Sveins Hervarsdóttirin Duna,Svartsdóttirin Dalla.  Þekktustu keppnishestar sem  komið hafa úr ræktuninni eru eflaust; töltarinn mikli Nátthrafn frá Dallandi, undan Snörp frá Varmalæk, og Kjarki frá Egilsstöðum. Nátthrafn sigraði ístöltið í Reykjavík, ,,Þeir allra sterkustu '' í þrígang og hann hefur unnið  ýmsa glæsta sigra á  keppnisvellinum með gríðarlega háum einkunum. t.d. 10 fyrir hægt tölt. Knapi hans var Halldór Guðjónsson. Gæðingurinn Ormur frá Dallandi undan Lýsu  og Orra  sigraði  A fl. á Landsmóti árið 2000. Ormur fékk 10 fyrir vilja. Hann varð einnig 3. í A fl . á Landsmóti á Melgerðismelum 1998, þá 6 vetra gamall. Knapi : Atli Guðmundsson. Um fleiri tíur í einkunn fyrir Dallandshross má til gamans geta að Katla frá Dallandi fékk í einkunn 10 fyrir hófa.  Dalla  sem er undan Dúkkulísu og  Svarti frá Unalæk varð Íslandsmeistari í  250 m. skeiði 2007. Vonandi undan Von frá Skarði og Hrynjanda, keppti með góðum árangri á ýmsum stórmótum, þar á meðal Landsmóti. ( sjá  undir keppnishross, undir Dalur hestamiðstöð) . Hrefna frá Dallandi hefur mikið verið í keppnum undanfarin ár og gengið vel.  Hríma frá Dallandi var hæst dæmda 4ra vetra hryssa yfir landið árið 2005. Mörg önnur hross úr Dallandsræktuninni hafa náð fínum árangri bæði í kynbótadómum og keppni en verða ekki talin upp sérstaklega hér.  

  Alltaf hefur verið lögð mikil áhersla á að nota úrvals stóðhesta sem valdir eru fyrir hverja einstaka hryssu í þeim tilgangi að bæta ganghæfileika, fótaburð, byggingu og/ eða geðslag.

Mikil áhersla hefur alltaf verið lögð á gott atlæti hrossanna og velferð þeirra í hvívetna. Mikilvægt er að byggja upp heilsteyptan og styrkan einstakling sem hefur getu til að reynast eiganda sínum vel í alla staði. Reynt er að velja vel saman verðandi eiganda og tiltekið hross svo að gott og farsælt samband myndist.