Markmið í ræktun

Aðalmarkmið okkar  í hrossarækt er að rækta fallegan og glaðan hæfileikahest.

Við leitumst eftir að ná fram flestu því sem til þarf, svo að hestur teljist til gæðinga; . mýkt, gangrými á öllum gangtegundum, hreingengni, fúsum framsæknum vilja, góðri fótagerð og fótlyftu, góðum burði, reisn, þoli og þori. Svo er það vonin um rúsínuna í pylsuendanum : Útgeislunina!!!