Allt að gerast í náttúrunni vorið 2011

skrifað 23. maí 2011

Náttúruöflin í algleymingi.

Eldgos í Grímsvötnum,  ( 21. maí) mikill  norðangarri á landinu, snófergi sumsstaðar fyrir norðan, fuglar liggja á eggjum sínum  á kafi í snjó í Þingeyjarsýslum, öskufall  sunnanlands og engar flugsamgöngur. Fjárbændur standa í ströngu  bæði vegna kulda og öskufalls. Nú er margt sem minnir á sl. vor svo við skulum vona að engin  pest komi upp núna hvorki hjá mönnum né dýrum. 

Vorið átti að  koma um daginn og svoleiðs leit það út um stund þegar  birta tók og  blómlaukar og grasið fór að skjóta upp kollinum.

16. maí fæddust 2 folöld á sama degi hér hjá okkur.

1. folald ársins í Dallandi var móálóttur hestur undan Dýrleifu og Hvati. Sá hestur er sennilega  fallegasta folaldið sem hér hefur fæðst. Það er þó nokkuð Dallenskt að uppruna. Móðirin er undan Dúkkulísu sem var fædd hér, undan Lýsu gömlu frá Efri - Rotum og Dagfinni frá Dallandi sem var undan Dagrúnu frá Dallandi og Stíganda frá Hvolsvelli. Faðirinn er Hvatur undan Hátíð frá Dallandi sem er undan Sýslu sem var  líka frá Dallandi og Kveik frá Miðsitju. Vinnuheiti ANTON

Folald númer 2 þann 16. maí var brún hryssa undan Orku, (Kötlu og Orradóttur) og Adam frá Ásmundarstöðum. Vinnuheiti  BIKSVÖRT

Folald númer 3 er  fæddist  19. maí.  Þetta er svartur  orku og fjörbolti undan Klöpp ( Kötlu og Kafteinsdóttur)  og Huginn frá Haga. Þessi kolamoli ( verður örugglega grár) hoppar og skoppar  út um allt svo móðirin má hafa sig alla við að fylgja honum eftir. Vinnuheiti KOLUR 

Folald númer 4 fæddist í Héraðsdal  15. maí  og er það jörp hryssa undan Hugmynd frá Hofsstöðum og Sorta frá Dallandi. Þetta er mjög  lítil og sæt meri. Mjög falleg en smá eins og mamman.  vinnuheiti  HARÐSNÚNA - HANNA

 

Folald númer 5 fæddist aðfaranótt 22. maí er brúnstjörnótt hryssa, afskaplega stór og vel gerð undan Gnótt okkar ( Orradóttir) og Krák frá Blesastöðum. Mikið falleg hryssa. Hún fæddist á kaldri nóttu og var mjög fljót að koma sér á lappirnar og finna spena. Búin að gefa henni nafnið MÁNADÍS.

Folald númer 6 fæddist 22. maí í Héraðsdal. Ekki er vitað um hvers kyns það er ennþá en það er mósótt að lit og er undan hryssunni Yrpu sem er frá Héraðsdal  og hestinum okkar Glans  sem á að sýna núna  í þessari viku. Glans er undan Gnótt og Blæ frá Hesti. 

Búið er að gelda helminginn ( þ.e. 4 ) af veturgömlu folunum .  Einnig létum við gelda Þorkel sem er undan Hrímu og Þóroddi. Við fáum eitt folald undan honum  í vor.

Ákveðið var að  halda ógeltum  Karra sem er undan Orra og Katarínu / Glúmi sem er undan  Orku og Glym / Dalmann sem er undan Dyn og Fljóð / Grámann sem er undan Klöpp og Hugin frá Haga.

Búið er að  setja  hluta útigangshrossanna í sumarbeitarhólf í Búrfellslandinu okkar.

Búið er að sýna nokkur hross frá okkur og er ætlunin að setja fréttir inn seinna um  þau þegar öll kurl eru komin til grafar.þ.e. eftir yfirlitið á laugardaginn.

Fredrik sýndi stóðhestinn Glans, hálfsystur hans Grósku og Foldu sem er undan Fljóð.  Frida sýndi Heru Nátthrafnsdótturina.

Í Svíþjóð fór  fjögurra vetra meri frá okkur, Jófríður,  undan Fljóð og Hróðri Refsstöðum í fínan dóm. 7.93  í aðaleinkunn.  Halldór Guðjónsson sýndi hana.