Dallandshross á Landsmóti

skrifað 30. júl 2011

 

Þau hross okkar sem komust inn á Landsmótið  2011 og einkunnir þeirra :

Hryssurnar okkar Gróska og Folda  6 vetra.

Gróska er undan Gnótt frá Dallandi og Huginn frá Haga , hún fékk 8.20 í aðaleinkunn, á LM, hækkaði frá sýningu á Sörlastöðum  úr 8,13 Gróska er með  8,26 f. sköpulag.

Folda sem er undan Fljóð frá Dallandi og  Hágangi frá Narfastöðum  fékk 8,04 á Landsmótinu, lækkaði frá sýningu á Gaddstaðaflötum  úr 8,09. Folda er með 8,31 f. sköpulag.

Sýnendur  hryssnanna voru Halldór Guðjónsson og Fredrik Sandberg.

 Hera sem er undan Nátthrafni og Herborgu  frá Dallandi  keppti í B flokki og fékk  8,29

Hera fór í kynbótadóm  í vor og fékk  7,75 í aðaleinkunn , nú er hún hjá Króki frá Ytra Dalsgerði

Sýnandi Heru var : Frida Dalhén

Loki frá Dallandi sem er undan Gusti frá Hóli og Lukku frá Dallandi  ( Lukka var undan Hrafni Holtsmúla ) var sýndur  í B flokki og fékk einkunina 8,25

Sýnandi Loka var : Fredrik Sandberg

Nátthrafn keppti í töltinu og endaði ásamt Sveig frá Varmadal og Huldu Gústafsd.  í 5-6 sætinu með einkunina 8,22

Knapi á Nátthrafni: Halldór Guðjónsson

 

Akkur frá Varmalæk. Akkur sem nú er í eigu Dallandbúsins  keppti í A flokki á LM . Hann fékk 8,31 í einkunn

Knapi á Akki: Fredrik Sandberg

 Aðrir hestar sem komust inn á Landsmót og fæddir eru í Dallandi voru þau :

Garpur  sem er undan Gerplu frá Dallandi og Leikni frá Vakursstöðum. Eigandi og knapi er Sigríður María Egilsdóttir. Þau kepptu í ungmennaflokki og hlutu 8,11 í einkunn. Hafa myndir  frá setningarathöfn Landsmótsins með þessu fallega pari, Sigríði Maríu og Garpi  í forgrunni, birst víða. T.d.  í Morgunblaðinu,  á heimasíðu Landsmóts ( Úrslit) og á vef Hestafrétta. Til hamingju  Sigríður María!!

Hrefna  sem er undan Hörpu frá Dallandi og Suðra frá Holtsmúla . Eigandi og knapi  Valdís Björk Guðmundsdóttir kepptu í unglingaflokki á LM.  Hrefna fékk einkunina 8,44 og varð í 3-4 sæti í B úrslitum.

Hrefna  gerði það líka gott á Íslandsmóti yngri kynslóða um daginn , varð í öðru sæti í A úrslitum í Fjórgangi unglinga með  7,07 og í 4. sætinu í Tölti  A úrslitum með 6,83.  Innilega til hamingju Valdís!!