Dalur fær umhverfisverðlaun frá Mosfellsbæ fyrir árið 2011

skrifað 28. ágú 2011

Í dag tókum við á móti  viðurkenningu, sem veitt var Hestamiðstöðinni Dal, frá Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar. Á viðurkenningarskjalinu stendur; Viðurkenning  fyrir margra ára ræktunarstarf í tengslum við fyrirmyndar starfsemi ''. Dagsett 28. ágúst 2011 og fór þessi athöfn fram í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ að viðstöddu margmenni. Þessa dagana er bæjarhátíðin Í túninu heima og mikið um dýrðir í bæjarfélaginu okkar. Við erum  mjög hreykin og glöð að sjálfsögðu með þetta og þökkum innilega fyrir  okkur!!! Í stuttri ræðu formanns umhverfisnefndar kom fram að fyrirtækið Dalur leggur sig fram við að búa dýrum og mönnum sem best umhverfi.