Fleiri folöld bæði fyrir sunnan og norðan

skrifað 17. jún 2011

 

Nú hafa bæst í hópinn þó nokkur folöld síðan síðast.

Fyrir norðan, í Héraðsdal, kastaði Dýrð ( Hrynjanda og Dagrúnardóttir) rauðstjörnóttri hryssu undan Kletti frá Hvammi . Hún er gríðarlega stór, svona nýköstuð, með mjög öfluga  beinabyggingu og mikið skásetta bóga, flott  í hreyfingum.

Syrpa frá Héraðsdal kastaði bráðfallegum brúnum hesti undan Glans frá Dallandi. Nettur og með fínan háls og frambyggingu.

Fyrir sunnan létu folöldin ekki heldur standa á sér um leið og aðeins fór að hlýna í veðri.

Herborg ( Safírs og Dagrúnardóttir) er búin að kasta jarpri hryssu undan Sorta frá Dallandi. Frekar lítil miðað við hversu gríðarlega umfangsmikil Herborg var orðin rétt fyrir köstun,  maður  var farinn að halda að hún gengi með tvíbura þetta árið.

Lovísa  Toppsdóttir ( síðasta og eina eftirlifandi dóttir Lýsu gömlu) kastaði  rauðri hryssu undan Klóki frá Dallandi. Hún er núna  með Hvamms Dyn í girðingu hérna  í Dallandi.

Una ( frá Kirkjubæ) kastaði  alveg sérstaklega flottum  hesti undan Sædyn. Hann er blesóttur og ljósrauður. 

Fleiri folaldafréttir bráðum.