Fredrik og Frida kveðja Dal

skrifað 04. sep 2012
fogf[1]

Snemma morguns í byrjun  júlí kvöddu þau Fredrik Sandberg og Frida Dalhén eftir tveggja ára starf hér í Dal , en þá voru þau á leiðinni til Bandaríkjanna til að vinna þar í einn mánuð hjá hinum heimsþekkta myndlistarmanni Jeff Koons. Jeff kom  hingað til Íslands fyrir allmörgum árum í tengslum við sýningu á verki í Listasafni íslands. Þá lýsti hann yfir áhuga sínum á hestum og kom hér í heimsókn. Í fyrra  heimsótti hann Dal með alla fjölskyldu sína og vildi þá kynna sér betur íslenska hestinn og kaupa.  Síðan þá hefur hann fest kaup á nokkrum hestum sem við höfum vandað sérstaklega vel valið á og leitað víða. Þau Fredrik og Frida voru í allan júlímánuð að kenna á búgarði fjölskyldunnar í Pensylvaniu hvernig á að ríða og meðhöndla  okkar ástkæru ferfætlinga.  Eftir heimkomuna til Svíþjóðar hverfur Fredrik aftur til síns starfs sem verkfræðingur eftir að hafa  unnið hérna við þjálfun og sölu  á hestum, tekið þátt í keppnum og sýningum þar á meðal á tveimur Landsmótum. Frida og hann hafa nú leigt á stað sem heitir Sanviksherrgård í Svíþjóð skammt frá heimabæ Fredriks Linköping. Gangi þeim allt í haginn og takk fyrir tvö spennandi og góð ár  í samvinnu . Þegar þau hurfu á braut  kom hingað Adolf nokkur Snæbjörnsson sem er  verulega kunnugur  öllum hnútum hér á bæ síðan hann vann hér um árabil  í tíð Atla Guðmundssonar og Evu Mandal og Ingimars Ingimarssonar.   Það er mjög gaman að endurnýja kynnin við hann.

AddiFF[1]