Gamlar fréttir - engar fréttir og þó.

skrifað 20. apr 2011

Betra er seint en aldrei

[

natthrafnis.jpg

]1Í byrjun fréttaflutnings  Dalssíðunnar á þessu herrans ári  2011 er gaman að geta sagt frá því að Nátthrafninn okkar og Halldór Guðjónsson sigruðu  í þriðja sinn Ístöltið sem haldið var í Skautahöllinni í Reykjavík 3.apríl .  Fengu þeir gríðarlega háar einkunnir,  voru t.d. með 9.07 í forkeppninni . Nátthrafn hefur verið að fá 10 fyrir hægt tölt og  hann á það alveg skilið  að mínu mati.  Nátthrafn var einstakur í þessari forkeppni . Þó að þetta sé hestur héðan  frá Dallandi og menn eigi ekki að vera að monta sig, þá verður að segjast eins og er að hann er einstakur á hæga töltinu, afburða mjúkur og fjaðurmagnaður.  Halldór hefur ekki getað þjálfað hestinn mikið í vetur af því hann býr  í öðru landi svo það hefur komið í hlut Fredriks að  hreyfa hestinn og þjálfa. Hafi þeir báðir þökk fyrir frábæran árangur og  umhyggjusemi. Það er gaman að að sjá hvað dóttir Nátthrafns  Hera , hans eina afkvæmi, er lík honum í útliti en hún verður væntanlega sýnd núna í vor.  Frida Dahlén er sú sem hefur þjálfað hana mest í vetur. Það er erfitt að feta í fótspor föður sínn í þessu tilviki , en Hera er samt flott hryssa!!!Best að segja sem minnst. 

Ljósm. Örn Karlsson

Glæsilegt samspil  manns og hests. Halldór og Nátthrafn í fjaðurmagnaðri sveiflu 2011