Hera Nátthrafnsdóttir á Stórsýningu Fáks í kvöld

skrifað 30. apr 2011

 

 

Jæja þá  er ákveðið að Hera litla, eina afkvæmið hans Nátthrafns, fari á Stórsýningu Fáks í Reiðhöllinni í Víðidal í kvöld. Hún er alls óvön slíkum uppákomum  og verður spennandi að sjá hvernig hún mun standa sig. Frida Dalhén, sem  hefur þjálfað hana í vetur, mun sýna hana. Hera er undan Herborgu frá Dallandi.