Hera frá Dallandi, eina afkvæmi Nátthrafns

skrifað 26. des 2012
HeraFridaminni[1]

Hera er undan Safírs og Dagrúnardótturinni okkar Herborgu.Herborg var aldrei fyllilega tamin sökum meiðsla sem hún hlaut sem tryppi.

Ákveðið var að halda einni hryssu undir Nátthrafn áður en hann var geltur og  varð Herborg fyrir valinu.

Hera er klárhryssa með mikla fótlyftu ( sjá undir RÆKTUN , einkunnir hennar) og hefur verið sett hér inn í hóp ræktunarmeranna. Hún eignaðist sitt fyrsta afkvæmi í vor, hestfolald, sem hlaut nafnið Hertogi, undan Króki frá Ytra- Dalsgerði.

Óneytanlega minnir Hera  þó nokkuð á föður sinn í framgöngu og útliti.

Hera Nátthrafnsdóttir keppti í B. fl.gæðinga á Landsmótinu á Vindheimamelum 2011 , knapi Frida Dahlén.

HeraogFrida[1]