Hrossin vinsæl í myndatökur

skrifað 05. ágú 2011

AmorfraDallandi.jpg

                                                                                                                                            ljósm. Charlotte Gripenstam

 Amor frá Dallandi undan Adam frá Ásmundarstöðum og Dagrúnu frá Dallandi .

Amor er nú seldur og farinn  út til Svíþjóðar.

Undanfarna daga hefur hinn heimsþekkti ljósmyndari Mary Ellen Mark  verið með  námskeið sem haldið  er í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Umsjón með þessu námskeiði er í höndum þeirra hjóna, Ingibjargar Jóhannsdóttur skólastjóra  fyrrnefnds skóla  ( dóttir Jóhanns Friðrikssonar landsþekkts hestamanns ),  og Einars Fals Ingólfssonar ljósmyndara. Nokkuð var um að  nemendur, sem komu víða að úr heiminum vildu komast í  tæri við hesta til að ljósmynda þá . Komu nokkrir þeirra  hingað í Dal og mynduðu mikið og undruðust og dáðust að hversu rólegir og mannelskir þessir hestar eru.  Á mánudaginn milli kl. 4-5 verður hluti af afrakstri þessa námskeiðs sýndur í Þjóðminjasafninu við Hringbraut.

Um daginn komu einnig dönsk hjón  hér í heimsókn sem haldið hafa  íslenska hesta um árabil  rétt hjá Ulstrup á Jótlandi. Þau höfðu dvalið í viku í nágrenni við Flúðir og riðið mikið  út frá Syðra- Langholti og voru afskaplega ánægð með dvölina. 

Alltaf kemur betur og betur í ljós hversu  margir kunna vel að meta þessa gersemi  okkar,  íslenska hestinn. Væri hann aðeins ,, venjulegur '' hestur þá  væri hann ekki svona mikið elskaður og dáður út um allt . Orðspor hans er  gott, rísandi og öflugt .

MarieC.jpgljósm: Marie Cox

 

 

 

Dalursv.jpgljósm. Marie Cox

 

Dug.jpg  ljósm. Marie Cox