Nátthrafn frá Dallandi var seldur 2012

skrifað 25. des 2012
Natthrafnsvart[1]

 Nátthrafn  frá Dalland, hinn glæsilegi töltari og m.a. þrefaldur Ístölts sigurvegari var seldur til Svíþjóðar fyrri hluta ársins. Eigandi hans er  Erika Backan og vitum við að hún er með hestinn skráðan á Töltmótið í Óðinsvéum í febrúar. Nátthrafn hefur sýnt og sannað, eins og Sókron minn frá Sunnuhvoli gerði líka á sínum blómatíma, að fátt  hamlar smávöxnum hestum í að komast langt. Nátthrafn er með alveg einstakt fjaðurmagnað tölt og útgeislun sem  minnir á einhvern hátt á hest í víghug. Við söknum þessa sérstæða karakters úr hópnum hérna, en  erum glöð að vita af honum í góðum höndum Eriku og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni. Nátthrafn hefur verið Dallandsbúinu til mikils sóma ásamt þjálfara sínum frá byrjun Halldóri Guðjónssyni.

 Alltaf hefur verið gaman að sjá þennan glæsilega töltara hvort heldur sem verið hefur í reið á veginum hér heima eða í keppni.  

Fjórðungsmótið 2009, Nátthrafn og Halldór siurvegarar töltsins 

natthrafnfolk1[1]natthraffolk2[1]Natthrafnuti[1]