Stála og Fljóðarsonurinn STAPI

skrifað 26. des 2012
Stapi2kall[1]

Einn brúnn og rennilegur graðfoli er nú í þjálfun  hjá Halldóri. STAPI heitir hann og er undan Stála frá Kjarri og Fljóð ( Safirsdóttur) frá Dallandi.  Byrjað var á þessum fola í fyrra og erum við með talsverðar væntingar  um að hann verði góður. En hver veit svo sem hvað gerist eða hvernig framvindan verður. Framtíðin mun leiða það í ljós.

Myndin var tekin snemma vors 2012 í Héraðsdal, Skagafirði. Hjá honum voru á sl. sumri 4 hryssur. Herborg frá Dallandi, Yrpa og Syrpa frá Héraðsdal og ein hryssa frá Guðsteini í Laugadal. Það verður spennandi að sjá afkvæmi hans í vor.