Starfsfólk í Dal 2012-13

skrifað 24. des 2012
AddiRunaHalldor1[1]

 

Starfsfólk í Dal 2012 -13

Nú þegar líður að jólum er kominn tími til að  segja frá því helsta sem hér hefur verið að gerast og gerjast í sambandi við starfsemina í haust og fram að jólum.

Þetta  er  tími upphafs  á sumum sviðum og áframhalds á öðrum.

Upphafið er að ný hross eru tekin inn til tamningar  og fylgir því alltaf ákveðin spenna og forvitni.Á þessum árstíma hefst líka  NÝTT TAMNINGAÁR.

Áframhaldið er  að á þessu sumri og hausti komu þrír  fyrrverandi starfsmenn  Dals aftur  hingað  í Dalverpið,  en það eru þau Adolf Snæbjörnsson, Halldór Guðjónsson og  Rúna Einarsdóttir. Talið upp í þeirri tímaröð sem þau mættu á svæðið. 

Adolf Snæbjörnsson, Rúna Einarsdóttir , Halldór Guðjónsson.

 Sá ágæti maður Adolf Snæbjörnsson  kom til starfa  skömmu áður en   Fredrik Sandberg og Frida Dalhén létu af störfum uppúr miðjum júli.  Við vorum heppin að hann skyldi vera ,,á lausu ´´ á þessum sumartíma og hefur verið mjög gaman að endurnýja  kynninn við Adda. Var hann að  þjálfa söluhross , sjá um járningar og stýra almennri umsjón með hestunum  í Dal. 

Halldór Guðjónsson  og Helle Laks og fjölsk.  mættu á staðinn í byrjun ágúst okkur Dallandsbúum til óblandinnar ánægju . Þann 1. september fæddist þeim dóttirin Aldís .  

 Halldór og Helle

                                                                                          Okkar kæri Hafliði fagnaði sextugasta afmælisdegi sínum þann 15. október.

Addi, Halldór  og Gunnar fóru norður yfir heiðar, nánar tiltekið í Héraðsdal í Skagafjörð og sóttu sex 3ja vetra graðhesta  upp úr miðjum september. Hófust   þar með  frumtamningar á þeim  og hópi yngismeyja , þeas 3ja vetra hryssum sem sóttar voru í Búrfell þar sem ungdómurinn skemmtir sér við grasát sumar dagana langa.

 Tvær forkunnar  flinkar og  duglegar  sænskar stúlkur, Sandra Jónsson og Jessica Westlund voru þá mættar á staðinn til aðstoðar.

Sandra og Jessica

Rúna Einarsdóttir sem  ráðin var  til Dals  fyrrihluta árs varð fyrir því mikla óláni að slasast illa í bílslysi  á þeim tíma sem Landsmótið var  haldið í sumar.Þar af leiðandi  hefur hún ekki verið fær um að  fara á fullu inn í  vinnu við þjálfun hrossa né  tamningar, en  nú  stendur það  allt til bóta og hefur verið afar skemmtilegt og mikill fengur í að fá hana aftur til liðs við  okkur og  starfsemina hér. Hún ætlar  líka að  vinna  í því að  kynna Dal fyrir ferðafólki sem hingað  kemur.  

Rúna og Addi

Við erum bjartsýn á  framtíðina og höldum því  ótrauð áfram með íslenska hestinn  í stafni og með  frábært fagfólk  að störfum .

Við  í Dal / Dallandi  óskum öllum þeim sem  rata inn á þessa frétt ,GLEÐILEGRA JÓLA  OG GÆFU Á KOMANDI ÁRI

Haflidiafmaeli[1]sogj[1]RunaAddi[1]HelleHalldor[1]