Starfsmenn í Dal 2011-2012

skrifað 31. okt 2011

 

Fredrik Sandberg er yfirmaður í Dal annað árið í röð. Hann hefur yfirumsjón með flestöllu því sem við kemur hrossunum og Hafliði Friðriksson er hér áfram og  er allt í öllu eins og vanalega. 

Mikið starf er að halda utan um  ræktunarbú og tamningatöðvar nú til dags. Óteljandi liðir sem  nauðsynlega þarf að fylgjast með og gæta að.

 Í ágúst kom hingað  í Dal til starfa Julia Kirchoff frá Þýskalandi.

Um mánaðarmótin sept/ okt. kom til tamningastarfa í Dal  Linnéa Brofeldt sem  er sænskrar ættar.

 Charlotta Gripenstam,  eða Lottis eins og hún er yfirleitt kölluð hætti í Dal um mánaðarmótin september- október. Lottis er frábær starfsmaður, mjög góður tamningamaður og einstaklega kraftmikil og dugleg í alla staði. Við þökkum henni fyrir gott starf og mikilvægt bæði við tamningar, þjálfun, gestamóttökur matreiðlsu og þrif!!!!