Stóðhesturinn Glans frá Dallandi á leið til Mooskirchen í Austurríki

skrifað 30. júl 2011

 

Þær systur Monika og Karoline Wenzel  sem reka hestabúgarð í Mooskirchen í  Austurríki eru  búnar að kaupa stóðhestinn okkar

 Glans IS 2005125116.

GlansogLottis.jpg

Glans er undan Gnótt frá Dallandi og Blæ frá Hesti. Hann er brúnn að lit, einstaklega  meðfærilegur og góður hestur. Hann  fékk 8 og  8,5 fyrir allt í hæfileikaeinkunn nema  fyrir skeiðið sem hann sýndi ekkert af  í vor.

Glans er með 8.24 í byggingareinkunn og fékk 7,86 í  aðaleinkunn á Sörlastöðum í vor.

Sýnandi  var Fredrik Sandberg.

Við eigum þó nokkur folöld undan Glans og eru þau öll efnileg að okkar mati.

Hálfbróðir hans Gumi sem seldur var til Svíþjóðar  var hæst dæmdi fjórgangsstóðhestur þar í fyrrasumar með 8.31  í aðaleinkunn.

Gumi er næst hæst  dæmdi  kynbótagripur frá Dallandsbúinu en  hæst dæmd er Klöpp undan Kötlu og Kafteini frá flugumýri. Hún er með  8.33 í aðaleinkunn.

Sjá nánar  upptalningu  á hrossum sem eru  ræktuð og fædd í Dallandi og farið hafa í fyrstu verðlaun  undir  Dalland  og Hross frá búinu á heimasíðunnni