Systurnar Orka, Klöpp og Fjöður frá Dallandi

skrifað 25. des 2012
Orka1[1]

Systurnar Orka, Klöpp og Fjöður undan Kötlu frá Dallandi .

  Orka er dóttir Orra frá Þúfu,  fædd 2001 með 8.22 í aðaleinkunn.

  Í haust kom fyrsta afkvæmi Orku, Árvakur,  graðhestur á fjórða v. undan Ómi frá Kvistum inn til tamningar.( Sjá mynd á forsíðu heimasíðunnar af nýfæddum Árvakri)

Auk þess hefur hún átt Glúm undan Glym frá Flekkudal sem er rauður ógeltur foli árinu yngri en Árvakur og brúna meri á öðrum vetri Atorku, undan Adam frá Ásmundarstöðum. Í vor eignaðist Orka hest undan Aroni frá Strandarhöfði. 

 Klöpp er undan Kafteini frá Flugumýri. Hún er fædd 2002 og er með 8.33 í aðaleinkunn . Er með 8.46 fyrir hæfileika, m.a. 9 fyrir vilja og geðslag. Fyrsta afkvæmi Klappar er hryssan Jarlhetta , undan Fróða frá Staðartungu en hún kom inn til tamningar nú í haust.  Hún á auk þess fola, Grámann, undan Kletti frá Hvammi og annan, sem ennþá er graður, undan Huginn frá Haga. Sá heitir Moli. Í vor eignaðist Klöpp bleika hryssu undan Sæ frá Bakkakoti, Magndísi.

Móðir þeirra Katla er að verða 26 vetra. Faðir hennar er Stígur frá Kjartansstöðum og móðir hennar er Kráka frá Dallandi( sammæðra Ormi).

Katla okkar hefur eignast mörg góð hross , fleiri hryssur þó og hafa afkvæmi hennar bæði verið alhliða og klárhross. Sjálf er hún klárhryssa. 4 hryssur hennar hafa þegar farið í fyrstu verðlaun og verður spennandi að vita hvað gerist með þær 3 sem eftir er að temja og ef til vill sýna í dómi.

 Sjálf  fékk Katla 8.28 í aðaleinkunn, þar á meðal 10 fyrir hófa, 9 fyrir brokk og 9 fyrir fegurð í reið og 9,5 fyrir stökk. Katla varð í 4 sæti í elsta fl. hryssna á Landsmótinu á Hellu 1994.

Fjöður frá Dallandi með fyrsta afkvæmi sitt, Sædynssoninn Sólstein.

Þarna er Frida Dahlén í fyrsta sæti á Fjöður í B úrslitum í tölti vorið 2012 í Víðidal.Þær stöllur eru lengst til hægri á myndinni.

Fjöður, yngsta sýnda dóttir Kötlu, er einnig notuð í Dallandsræktuninni. Hún er undan  Forseta frá Vorsabæ .Fjöður er klárhryssa með m.a. 9 fyrir hægt tölt . Hún fékk 8.28 fyrir byggingu og er með 7,95 í hæfileikum.

 Katla gamla eignaðist folald í sumar, brúna hryssu, Kolu, undan Hvati frá Dallandi ( 8.40 í aðaleinkunn) .

2010 eignaðist Katla aðra brúna hryssu undan Huginn frá Haga. Sú er kölluð Kötlukráka .

Þriðja hryssan Galvösk undan Kötlu og Gára frá Auðsholtshjáleigu var tekin inn til tamningar í haust og sú sótrauða yngismær fer vel af stað segir tamningafólkið á bænum. Einnig eru tveir ungir hestar undan Kötlu nú í þjálfun í Dal , sá eldri er Gígjarssonur , Kappi, og sá yngri er Karl Ágúst undan Sæ frá Bakkakoti. Báðir með skeiði.

Klopp[1]FjodurogSolsteinn[1]FjodurogFrida1[1]