Tamningar á fullu í Dal

skrifað 31. okt 2011

 

  Fredrik Sandberg stöðvarstjóri í Dal  hefur ásamt Linnéa Brofeldt og Julia Kirchhoff verið á fullu að undanförnu að  frumtemja 5 graðhesta og fimm hryssur. Öll fædd árið 2008 í Dallandi

Hákon undan Hátíð  frá Dallandi og Álfi, Selfossi

Stapi undan Fljóð frá Dallandi  og Stála frá Kjarri

Dalur undan Dýrleifu  frá Dallandi og Krák Blesastöðum

Heimdallur undan Gnótt frá Dallandi og Hróðri Refstöðum

Krapi undan Katarínu  frá Kirkjubæ og Sæ frá Bakkakoti 

Þeir eru allir orðnir vel reiðfærir og komnir í ágætis form.  Ætlunin er að  gefa þeim svo frí aftur innan tíðar.

  ungmerarnar eru:

Draumadís undan  Dúkkulísu frá Dallandi og Stála

Veisla undan Hugmynd frá Hofsstöðuum og Gára

Heimskringla undan Hrímu frá Dallandi og Orra

Áköf undan Hetju og Asa frá Kálfholti

Dásemd undan Dýrð og Þyt frá Neðra - Seli 

Merarnar eru líka allar  orðnar vel reiðfærar og virðast bara nokkuð ánægðar með sitt hlutskipti eftir þessi fyrstu ár frelsis í Búrfellinu.

Nú er bara að sjá hvað setur . Alltaf mjög spennandi að  fylgjast með hvernig  ungu hrossin fara af stað, hvernig karakterar þetta eru þegar reynir á samvinnu.