Tvö hross frá Dallandi komin inn á Landsmót

skrifað 30. maí 2011

Góðu fréttirnar.

Um nýliðna helgi keppti Halldór Guðjónsson á Nátthrafni okkar  í tölti á gæðingamóti Fáks.

Nátthrafn sigraði , fékk 8,22 í einkunn.  Það voru glæsilegir hestar þarna í úrslitunum.

Gróska undan Gnótt og Huginn frá Haga var sýnd í Hafnarfirði  í fyrradag og fékk í aðaleinkun 8.13

 

Vonda fréttin er að  um daginn  misstum  við folald í burðarliðnum, þó allt hafi verið reynt og gert til hjálpar, það var undan Dunu ( sem er undan Dúkkulísu og Sveini Hervari )  og Hvati frá Dallandi. Búið var að vakta hryssuna í 2 sólarhringa, en hún lét alltaf bíða eftir sér þó mjólk væri komin fram í spenana.  Annar afturfóturinn kom út með framfótunum og  því sat allt fast. Hryssunni var bjargað , en hún er enn að jafna sig eftir átökin elsku kerlingin.  

Hvat á að sýna á Hellu eftir viku. Þetta er 5 vetra stóðhestur undan Þóroddi og Hátíð frá Dallandi.  Einnig stendur til að sýna þar Hrímu og Foldu frá Dallandi.

Hér er lítil grasspretta vegna  kulda og enn er  útigangurinn á gjöf  þann 30 maí.