Unghryssur í tamningu 2014

Í byrjun árs/ unghryssur

skrifað 13. jan 2014
Stóðið í Dallandi

Í síðustu viku fór Gunnar suður með fulla kerru af hrossum , þar á meðal voru 4 unghryssur úr Dallandsræktuninni.

Í haust var byrjað að frumtemja þessar hryssur , ásamt fleirum, á fjórða vetur. Síðan komu þær aftur norður í Dalsplássið/ Héraðsdal, Skagafirði og hafa verið í hvíld þar til nú.

Þessar hryssur eru:

Kötlukráka / IS2010225114/ BLUP 113/ undan Kötlu f. Dallandi og Huginn f. Haga

Gullbrák / IS2010225115/ BLUP 117 / undan Gnótt f. Dallandi og Möller frá Blesastöðum

Dáð/ IS2010225110/ BLUP 110 / undan Dýrð f. Dallandi og Glans f.. Dallandi

Dóra/ IS2010225/ BLUP 107/ undan Dýrleifu f. Dallandi og Sorta f. Dallandi