Ungmeyjarnar Gróska og Folda að fara á Landsmót

skrifað 18. jún 2011

 Fimm vetra merarnar okkar Gróska og Folda

Gróska er undan Gnótt frá Dallandi og Huginn frá Haga.

Gróska  var sýnd í Hafnarfirði og fékk 8.13 í aðaleinkunn. Fyrir sköpulag 8.26 og hæfileika 8.04.

Gróska varð  í öðru sæti í Unghestakeppni Harðar í Mosfellsbæ  2011. Bróðir hennar Gumi frá Dallandi vann þann titil fyrir tveimur árum en hann er undan Aroni og  var hann hæst dæmdi fjórgangs  stóðhestur í 6 vetra flokki á Strömsholm í Svíþjóð 2010. Aðaleinkunn 8.31

Móðir Grósku , Gnótt, er undan gráblesóttri hryssu sem við keyptum sem folald af Sveini Guðmundssyni á Sauðárkróki og nefndum  við hana Grósku. Hún eignaðist aðeins 2 hryssur Hörpu og Gnótt því hún fórst  ung að árum. Gróska eldri var gráblesótt hryssa , gullfalleg og djúpvitur og höfðum við bundið miklar vonir við hana í ræktuninni. Gróska eldri var undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Gnótt frá Sauðárkróki.

Harpa átti Hrefnu frá Dallandi ( undan Suðra) sem mikið hefur verið í keppnum á  undanfarin árum en við seldum hana unga.  Hún  er nú að fara á Landsmót með Valdísi Björk Guðmundsdóttur sem knapa. Harpa féll fyrir  mörgum árum og eignaðist aðeins Hrefnu og Hersi ( undan Gauta f. Rvk,) sem er í eigu Sjafnar Sæmundsdóttur. 

Folda er undan Fljóð  frá Dallandi  ( Fljóð er undan  Safír frá Viðvík og Rjóð frá Syðra- Skörðugili) og Hágangi frá Narfastöðum. 

 Hún var sýnd á Gaddstaðaflötum og  fékk  þar í aðaleinkunn 8.09 ( 5,5 fyrir skeið).

Fyrir sköpulag 8.31 og hæfileika 7.73

Þess má geta að  yngri systir hennar Jófríður fór í góðan dóm í Svíþjóð í vor  7.93  ( 6,5 skeið). Hún er undan Hróðri frá Refsstöðum.