Von frá Skarði fallin

skrifað 26. des 2012

Gamla merin okkar hún Von frá Skarði( dóttir Atla frá Skörðugili)  var felld 25 vetra gömul fyrir nokkru síðan.Von var mjög frjósöm hryssa , eignaðist 16 afkvæmi. Besti hestur undan henni er vafalítið  Vonandi frá Dallandi sem Halldór Guðjónsson keppti m.a. á í B flokki gæðinga á Landsmóti auk fjölda annarra keppna og sýninga.Aðrir ágætis hestar undan Von eru til dæmis Vatnar undan Þorra,( Noregi) Vikivaki undan Keili, Þota undan Kafteini, bæði í Austurríki og í Svíþjóð eru Skuggi undan Rökkva og Vopni undan Þóroddi allt ágætis hross. Blessuð sé minning okkar kæru Vonar. Undan henni eru  enn til hestfolald frá því í vor og veturgömul hryssa undan Sorta frá Dallandi. 3ja vetra hryssa undan Glans frá Dallandi ( Blæsonur og Gnóttar) og síðan eru til folar tveir undan Bjarma og Auði frá Lundum sem verður unnið með í vetur.