![GlúmurSiggi_75I1322 copy.jpg](https://static.wixstatic.com/media/c1eb33_22629328ba9b4e41a116108203b171c0~mv2.jpg/v1/fill/w_400,h_326,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/Gl%C3%BAmurSiggi_75I1322%20copy.jpg)
Glúmur frá Dallandi
IS2010125110
Glúmur er hátt dæmdur stóðhestur með 8,81 í aðaleinkunn, þar af er hann með 10x 9,0 fyrir bak og lend, samræmi, fótagerð, hófa, tölt, skeið, stökk, vilji og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt, hann hefur einnig fengið 10.0 fyrir prúðleika. Hann er bæði hátt dæmdur fyrir sköpulag (8,67) og hæfileika (8,9).
Glúmur var efstur 7v. og eldri stóðhesta á landsmóti 2018, einnig hefur hann gert góða hluti í keppni, hann var til dæmis í A-úrslitum í A-flokki á fjórðungsmóti 2021 og í A-úrslitum í A-flokki á Landsmóti 2022.
Glúmur er undan Glym frá Flekkudal (8.52 - 1.verðlaun) og Orku frá Dallandi (8.22)
Glúmur hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi árið 2024, í dómsorðum segir:
"Glúmur frá Dallandi gefur hross um meðallag að stærð með myndarlegt höfuð og vel opin augu. Hálsinn er hvelfdur, mætti vera hærra settur en herðar eru háar og bógar skásettir. Bakið er burðugt og lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt, jafnvaxinn og sterklega gerð, þrekin á bolinn. Fætur eru öflugir, hófar efnisþykkir. Glúmur gefur rúm, skrefmikil og hágeng hross sem eru yfirleitt fljót að ná jafnvægi á gangi, í meðallagi reist í reið. Þau eru rúm og takthrein á tölti, mættu vera svifmeiri og rýmri á brokki. Greiða stökkið er rúmt, hæga stökkið jafnvægisgott og takthreint. Glúmur gefur prúð hross með sterka yfirlínu og virkjamikið skref, viljug og yfirveguð, hann hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi."
![](https://static.wixstatic.com/media/c1eb33_d758d424041441beb599e7e81bc77900~mv2.jpg/v1/fill/w_319,h_318,q_90/c1eb33_d758d424041441beb599e7e81bc77900~mv2.jpg)
![](https://static.wixstatic.com/media/c1eb33_117a067963d741529f85776f2c19f6d7~mv2.jpg/v1/fill/w_319,h_318,q_90/c1eb33_117a067963d741529f85776f2c19f6d7~mv2.jpg)
![](https://static.wixstatic.com/media/c1eb33_de3ccd66505c4f4986fe61650fceebd6~mv2.jpg/v1/fill/w_318,h_318,q_90/c1eb33_de3ccd66505c4f4986fe61650fceebd6~mv2.jpg)
![](https://static.wixstatic.com/media/c1eb33_9e5834f18936486e8c10b77a45258e00~mv2.jpg/v1/fill/w_319,h_318,q_90/c1eb33_9e5834f18936486e8c10b77a45258e00~mv2.jpg)
![](https://static.wixstatic.com/media/c1eb33_f275fafdec5b40b4a25266e4c5285680~mv2.jpg/v1/fill/w_319,h_318,q_90/c1eb33_f275fafdec5b40b4a25266e4c5285680~mv2.jpg)
![](https://static.wixstatic.com/media/c1eb33_4354d72f73fe441a8c96e2ca235564e7~mv2.jpg/v1/fill/w_318,h_318,q_90/c1eb33_4354d72f73fe441a8c96e2ca235564e7~mv2.jpg)
Ættartré
![Glúmur .png](https://static.wixstatic.com/media/c1eb33_791d81d38a5a47a2b743de23ca74fd18~mv2.png/v1/crop/x_0,y_130,w_2000,h_920/fill/w_906,h_417,al_c,q_90,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/Gl%C3%BAmur%20.png)